Meirihluti þingmannanefndar, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar,  leggur til að höfðað verði  sakamál fyrir landsdómi gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum vegna refsiverðrar háttsemi þeirra í embættisfærslu sinni á árinu 2008.

Um er að ræða Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Geir og Ingibjörg voru jafnframt formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar þegar bankahrunið varð, í október 2008.

Þetta var kynnt í dag þegar skýrsla þingmannanefndarinnar, undir forystu Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var dreift og hún í kjölfarið gerð opinber.

Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að höfðað verði mál gegn þemur fyrrverandi ráðherrum, þeim Geir, Ingibjörg og Árni.  Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni standa ekki að þessum tillögum vilja ekki að neinn ráðherra verði sóttur til saka.