Kúveiska flugleigufélagið ALAFCO , sem pantaði 40 Boeing 737 MAX vélar, hefur höfðað 336 milljóna dollara (um 50 milljarða króna) skaðabótamál á hendur Boeing . Byggir krafan á því að Boeing hafi ekki staðið við afhendingu vélanna og neitað að endurgreiða kúveiska fyrirtækinu fé, sem það þegar hafði lagt út. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

ALAFCO átti að fá nokkrar vélar afhentar í byrjun mars en þegar ljóst var að sú yrði ekki raunin afpöntuðu forsvarsmenn fyrirtækisins vélarnar og hafa nú höfðað dómsmál, sem fyrr sagði. Hefur stefnan verið þingfest fyrir alríkisdómstólnum í Chicago .

ALAFCO var stofnað árið 1992 og er í eigu bankans Kuwait Finance House og Kuwait Airways . Félagið leigir farþegaþotur til fjölda flugfélaga meðal annars m.a. Turkish Airlines .

Samkvæmt Reuters hefur Boeing ekki hvorki svarað spurningum vegna málsins né gefið út yfirlýsingu..

Getur Norwegian hætt við kaupin?

Fréttavefurinn Túristi greinir síðan frá því í dag að fjármálastjóri Norwegian telji að félagið geti hætt við kaup á MAX þotum ef afhending þeirra dragist um meira en tólf mánuði. „Ekki hefur fengið upplýst hvort Icelandair eigi sama rétt en telja má víst að samnningar félagsins við Boeing séu upp á borðum í yfirstandandi viðræðum við hluthafa," segir á vef Túrista.