Embætti saksóknara í New York hefur ákveðið að höfða mál gegn bandaríska bankanum JP Morgan Chase vegna meintra fjársvika Bear Stern bankans á árunum 2006 til 2007. JP Morgan keypti Bear Stern árið 2008. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, í dag.

Þar segir að málið varði fjársvik sem hafi kostað fjárfesti yfir 20 milljarða bandaríkjadala. Það jafngildir um 2.500 milljörðum íslenskra króna.

JP Morgan hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að Bear Stearns hafi orðið hluti af JP Morgan fyrir tilstilli bandarískra yfirvalda. Málið varði einkum aðgerðir innan þess banka áður en hann var keyptur af JP Morgan.