Í síðustu viku tilkynnti bandaríski tölvuframleiðandinn HP að afskrifa þyrfti 8,8 milljarða dollara af þeim 11,1 milljörðum dollara sem fyrirtækið greiddi fyrir Autonomy.

Meg Whitman, forstjóri HP, sagði að fyrirtækið hefði stuðst við ársreikninga Autonomy sem Deloitte hefði séð um að endurskoða. Hún bætti einnig við að fyrirtækið hefði treyst skoðun KPMG á vinnu Deloitte. Phillip Ricciardi, hluthafi í HP stendur fyrir málsókninni.

Fyrirtækin eru sögð ekki hafa komið auga á að Autonomy var ekki eins mikils virði og fullyrt var og þannig gefið villandi upplýsingar um virði kaupanna sem var um 11,1 milljarða dollara virði.

HP mun einnig höfða mál gegn KPMG og Deloitte til þess að reyna að endurheimta fé hluthafa. Hlutabréf HP hafa lækkað um 60% frá því að kaupin voru tilkynnt í ágúst í fyrra.