Lyfjafyrirtækið Somaxon hefur höfðað mál gegn Actavis vegna beiðni Actavis um að framleiða samheitalyf sem er eins og svefnlyf Somaxon. Lyfið heitir Silenor og er gegn svefnleysi.

Í frétt Reuters kemur fram að Actavis sendi umsókn um að hefja framleiðslu samheitalyfsins til bandarískra lyfjayfirvalda í október síðastliðnum. Somaxon telur að umsóknin brjóti gegn einkaleyfi fyrir framleiðslu tafla sem eru 3 milligrömm og 6 milligrömm.