*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 20. júní 2013 09:18

Höfðatorg til sölu

Íslandsbanki tók Höfðatorg yfir í desember árið 2011. Nú er byggingin til sölu.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Íslandsbanki auglýsir í fjölmiðlum félagið HTO ehf til sölu. Félagið á og rekur eignirnar Höfðatorg við Borgartún og Katrínartún í Reykjavk. Byggingarisinn Eykt reisti húsið á sínum tíma en Íslandsbanki, sem fjármagnaði framkvæmdirnar tók húsið yfir í desember árið 2011.

Húsið er tvískipt, annars vegar er um að ræða 19 hæða turn með tveggja hæða bílakjalla auk skrifstofa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á sjö hæðum í öðru húsi. 

Narfi Þ. Snorrason hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, sagðist í samtali við vb.is ekki búast við að mikið verði að frétta af söluferlinu fyrr en tilboðsfresti lýkur 3. júlí næstkomandi.  

Stikkorð: Íslandsbanki Eykt Höfðatorg