Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að lánasamningur sem félagið Laugar ehf. gerði við Landsbankann væri ólöglegt gengislán. Samningurinn hljóðaði upp á 476 milljónir króna og að óbreyttu verður lánið leiðrétt í samræmi við önnur gengislán. Lánið var veitt í íslenskum krónum en það tengt þremur erlendum gjaldmiðlum.

Forsvarsmenn bankans töldu að um erlent lán væri að ræða. Ekki liggur fyrir hversu mikil leiðrétting lánsins getur orðið enda var aðeins tekist á um lögmæti lánsins.

Laugar ehf. eru í eigu Hafdísar Jónsdóttur sem á 49% hlut, Björns Leifssonar sem á 24% hlut og Sigurðar Leifssonar, 27% hlut.