Lykilstjórnendur Kaupþings, sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir meinta markaðsmisnotkuni í aðdraganda hrunsins, höfðu verulega persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í bankanum héldist sem hæst. Fram kemur í ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur þeim í málinu að fjárhagslegir hagsmunir bankans af háu hlutabréfaverði hafi sömuleiðis verið verulegir.

Af helstu stjórnendur Kaupþings sem ákærðir eru átti Sigurður Einarssonar, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, mest undir því að gengið héldist hátt. Hann átti 30. september árið 2008 tæpar níu milljónir hluta í bankanum og nam markaðsverðmæti hlutabréfaeignarinnar tæpum 5,9 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar átti á sama tíma rúmar átta milljónir hluta í bankanum og var eignin þá rúmlega 5,2 milljarða króna virði.

Það sama verður þó ekki sagt um þá Birni Sæ Björnsson og Pétur Kristin Guðmarsson sem voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings og verður að segjast að þeir voru afar litlir. Þann 30. september 2008 átti Birnir Sær 613 hluti í Kaupþingi og á tímabilinu átti hann mest 5.000 hluti í Kaupþingi. Pétur Kristinn átti 546 hluti í bankanum þann 30. september 2008.

Fjallað er ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.