Leiðandi hagvaxtarvísitala Efnahags- og framfarastofnunarinnar gefur til kynna að hóflega fari að hægjast á hagkerfinu á OECD svæðinu, segir í frétt frá OECD. Útreikningarnir miðast við nóvember á síðasta ári.

Þessi vísitalan lækkaði um 0,5 punkta í nóvember síðastliðnum og er 2,2 punktum lægri en fyrir ári.

Samkvæmt mælingum OECD lækkaði hagvaxtarvísitalan í Bandaríkjunum um 0,8 punkta og er 1,5 punktum lægri en á sama tíma fyrir ári.

Þá hefur þessi vísitala fyrir evru svæðið lækkað um 0,3 punkta í nóvember og er 2,3  punktum lægri en fyrir ári.

Tölur fyrir lönd sem ekki eru í OECD líta ágætlega út. Hagkerfi Kína og Brasilíu heldur áfram að vaxa samkvæmt mælingunum. Jafnframt hefur Rússland bætt sig, segir í fréttinni. Horfur eru ekki eins góðar hjá Indlandi.