Viðskipti í Kauphöllinni í dag námu samtals rúmum 1,1 milljarði og OMXI8, úrvalsvísitalan, hækkaði um 1,69%.

Mestu munaði um 250 milljón króna viðskipti með Marel, sem hækkaði um tæp 2%, 211 milljón króna viðskipti með Icelandair – þar á meðal 1,2 milljóna króna kaup Birnu Óskar, framkvæmdastjóra þjónustuupplifunarsviðs – sem hækkaði um 2,4%, og 231 milljón króna viðskipti með N1, sem hækkaði um 1,72%.

Þá hækkuðu Reitir um 2,19% í 135 milljón króna viðskiptum, en með önnur bréf námu viðskipti um eða undir 50 milljón krónum. Þar af voru 2 milljóna króna viðskipti með bréf Arion Banka, sem hækkaði um rúm 4%, en Arion hækkaði einnig um 3,4% í sænsku Kauphöllinni.