Hóflegar hækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfavísitölum. Samkvæmt frétt Bloomberg má rekja hluta hækkananna til orðróma um yfirtökur í olíu- og fluggeirunum, en einnig vegna bjartari vona fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn muni láta undan þrýstingi og hefja á ný innspýtingu fjár í kerfið.

Olíufyrirtækið Royal Dutch Shell Group er sagt hafa áhuga á Etablissements Maurel & Prom og hækkaði gengi þess síðarnefnda um 12,2%. Þá er Air France-KLM sagt hafa áhuga á Etihad Airways.

Breska FTSE vísitalan hafði hækkað um 0,34% í morgun, þýska DAX um 0,18% og franska CAC um 0,24%.