Þrátt fyrir töluverðar lækkanir á japönskum hlutabréfamarkaði í dag virðist sem það hafi ekki smitast yfir á evrópska hlutabréfamarkaði ólíkt því sem gerðist þegar japanska Nikkei vísitalan lækkaði um rúm sjö prósent síðasta fimmtudag.

Nikkei vísitalan lækkaði um 3,2% í viðskiptum dagsins í dag, en þýska DAX vísitalan hækkaði aftur á móti um 0,94% og franska CAC vísitalan um 0,97%. Ástæður lækkananna í Japan voru m.a. raktar til styrkingar jensins, sem kemur niður á útflutningsfyrirtækjum.

Markaðir eru lokaðir í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag.