*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 9. mars 2021 17:34

Hóflegar hækkanir á markaði

Nokkuð var um hóflegar hækkanir á gengi hlutabréfa þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllina á nýloknum viðskiptadegi.

Ritstjórn

Nokkuð var um hóflegar hækkanir á gengi hlutabréfa þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllina á nýloknum viðskiptadegi. Fyrir vikið hækkaði úrvalsvísitalan OMXI10 um 0,65% og stendur nú í 2.858,56 stigum en heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,7 milljörðum króna.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa TM, eða um 2,46% í aðeins sex milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir fylgdi fasteignafélagið Reginn með 1,95% hækkun í 282 milljóna króna veltu.

Mest lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair, eða um 1,04% í 16 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Eimskips og Sjóvá hækkaði einnig lítillega, eða um innan við 0,5%.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq