Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað hóflega á fyrsta viðskiptadegi ársins, meðal annars  vegna mikillar hækkunar á breska lánafélaginu Alliance & Leicester, sem nemur 15,99% þegar þetta er skrifað,  í kjölfar orðróms á markaði um að spænska fjármálafyrirtækið Banco Santander hafi áhuga á yfirtaka félagið. Þetta kemur fram í frétt MarketWatch.

Breska vísitalan FTSE100 hefur hækkað um 0,63%, Danska vísitalan OMXC hefur hækkað 0,42%, finnska vísitalan OMXH25 hefur hækkað um 0,45%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 0,92% en sænska vísitalan OMXS30 hefur lækkað um 0,08%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er lokaður í dag vegna bankafrís.