Hótel Selfoss skilaði hagnaði upp á 2,2 milljónir króna í fyrra, en árið 2014 nam hagnaður hótelsins 1,8 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst verulega, var 67,4 milljónir árið 2014, en var 110,9 milljónir í fyrra.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 2,8 milljónir í fyrra, en árið 2014 var 38,4 milljóna króna tap fyrir skatta. Það sem sneri tapi í hagnað árið 2014 var matsbreyting tekjuskattsinneign upp á 32,5 milljónir króna.

Eignir Hótel Selfoss voru um síðustu áramót 1.354,6 milljónir króna og þar af voru fasteignir metnar á 1.180,2 milljónir. Skuldir námu samtals 1.267,4 milljónum og langtímaskuldir við lánastofnanir voru þar af 948,3 milljónir króna.