Hagvöxtur á evrusvæðinu var 0,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun. Versnandi aðstæður í efnahag heimsins á þessum ársfjórðungi auka þó líkurnar á því að Seðlabankar í Evrópu muni auka við aðgerðir sem er ætlað að ýta undir hagvöxt.

Hagvöxtur á ársgrundvelli var 1,2% en sterkur hagvöxtur í Þýskalandi, stærsta efnahag svæðisins, dró vagninn fyrir önnur ríki, s.s. Frakkland og Ítalíu, sem skiluðu ekki sama hagvexti og búist hafði verið við.

Hlutabréfamarkaði í Evrópu hafa lækkað töluvert undanfarnar vikur, og hlutabréf í fjármálafyrirtækjum sérstaklega. Að mati The Wall Street Journal má rekja lækkanirnar að hluta til áhyggja fjárfesta að lágvaxtastefna seðlabanka muni draga úr hagnaðarmöguleikum og hagvexti.