*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 23. ágúst 2018 16:07

Hóflegur samdráttur hjá SS

Tekjur Sláturfélags Suðurlands námu tæpum 5,9 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins og drógust saman um 6% milli ára.

Ritstjórn
Steinþór Skúlason er forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur Sláturfélags Suðurlands námu tæpum 5,9 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, um 6% samdráttur frá fyrra ári. Hagnaður nam 81 milljón króna, samanborið við 129 milljónir árið áður.

Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir var 376 milljónir, en 408 milljónir árið áður, og eigið fé í lok júní nam rúmum 5,2 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 59%, en arðsemi eigin fjár aðeins 1,5%.

Vöru- og umbúðanotkun var rétt tæpir 3 milljarðar, um 13% lækkun frá þeim rúmu 3,4 milljörðum sem hún var í fyrra. Launakostnaður aftur á móti hækkaði um rúm 9% og nam tæpum 1,6 milljörðum.