Ósk flugfélagsins WOW air  um að stjórnvöld ættu að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur félagsins væri endurskipulagður var hafnað af fulltrúum stjórnvalda.

Fréttablaðið greindi frá þessu og vísar í minnisblað frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúum þriggja ráðuneyta tveimur dögum fyrir fall félagsins.

„Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir um afstöðu fjármálaráðuneytisins í minnisblaðinu.