En hefur ekki tekist að ná samningum í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd ISAVIA.

Á ruv.is kemur fram að nýjasta tilboði ISAVIA hafi verið hafnað á fundi á föstudag. Ekki hefur verið boðað til fundar að nýju og nokkur óvissa er um framhaldið.

Í samtali við ruv.is sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi, að SA og ISAVIA hefðu lagt fram tilboð sem félögin töldu að myndi fara langt í átt að sáttum. Tilboðinu hafi hinsvegar verið alfarið hafnað.

Yfirvinnubann er í gildi og var seinkun á innanlandsflugi á sunnudag vegna þess. Þá urðu veikindi í vor til þess að millilandaflug raskaðist nokkuð. Guðni segist þrátt fyrir það ekki eigia von á því að áhrif bannsins aukist mikið þó flugaferð aukist. Auk yfirvinnubanns er þó einnig þjálfunarbann í gangi sem Guðni segir að seinki nýliðun og auki enn á erfiða stöðu.