Olíufélögin unnu að því í sameiningu að sporna við fæti þegar sótt var á þau um að veita afslátt eins og kemur fram í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar kemur fram að Lögmannafélag Íslands reyndi í október 2000 að fá afslátt hjá Skeljungi fyrir félagsmenn. Af því tilefni og með vísan til þess að Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, væri starfandi lögmaður sendi forstjóri Skeljungs tölvupóst til forstjóra Olís ásamt með beiðni Lögmannafélagsins. Forstjóri Skeljungs sagðist ekki mundu ljá máls á erindi Lögmannafélagsins. Forstjóri Olís svaraði forstjóra Skeljungs m.a. með þessum orðum:

?Þakka aðvörunina varðandi LMFÍ og er algerlega sammála og mun afgreiða málið með sama hætti ef það kemur til mín.?