Það er nóg um að vera í Seðlabanka Íslands og er bankinn á höttunum eftir nýjum starfskröfum. Samtals hefur
bankinn auglýst sex mismunandi stöður en umsóknarfrestur fyrir fjórar þeirra rennur út í dag. Hér geta þó verið um fleiri störf að ræða því leitað er að lögfræðingum í rannsóknardeild gjaldeyriseftirlits og jafnframt í undanþágudeild gjaldeyriseftirlits. Þá er jafnframt leitað eftir forstöðumanni undanþága og forstöðumanni rannsókna hjá gjaldeyriseftirlitinu.

Einnig er leitað eftir sérfræðingi á sviði lausafjármála og öðrum á sviði þjóðhagsvarúðar. Samtals er því væntanlega um átta stöður eða fleiri að ræða en þar af eru að minnsta kosti sex þeirra beinlínis tengdar starfsemi vegna gjaldeyrishafta hér á landi.