*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 14. desember 2007 12:44

Höfuðáhersla FL á Glitni, TM og Landic

Ritstjórn

Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður FL Group [FL] , sagði að höfuðáhersla verði lögð á að tryggja vöxt og veðmætaaukningu þriggja megin eigna fjárfestingafélagsins: Glitni [GLB], TM og Landic Properties.

“[Þetta eru] traustar eignir með mikil framtíðartækifæri. Það má segja, að eins og markaðir eru í dag - og ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar næstu sex mánuði - að það sé megin fókus stjórnenda félagsins að tryggja að vöxtur og verðmætaaukning  verði á þessum eignum,” sagði Jón Ásgeir á hlutahafafundi félagsins í morgun.