Á höfuðborgarsvæðinu einu hvíla í heild meira en 400 milljarða skuldir og lífeyrisskuldbindingar á sveitarfélögum. Þar vegur þungt erfið skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur, sem skuldar um 230 milljarða króna. Fyrir vikið er Reykjavíkurborg, sem á 95% hlutafjár í OR á móti Akranesi og Borgarbyggð, skuldugasta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, með 2,7 milljóna skuld.

Sveitarfélagið Álftanes er með neikvætt eigið fé eins og kunnugt er. Skuldastaða sveitarfélagsins er um margt óljós þar sem ekki hefur verið greitt úr vandamálum er tengjast eignarhlut sveitarfélagsins í fasteignafélaginu Fasteign. Það félag stendur nú höllum fæti.

Þá er fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar erfið ekki síst vegna mikilla skammtímaskulda. Þær eru tæplega 9 milljarðar og ljóst að sveitarfélagið þarf að endurfjármagna skuldir á næstunni. Hafnarfjörður situr einnig uppi með þann vanda að sveitarfélagið hafði selt frá sér fasteignir og leigði þær til lengri tíma. Skil á lóðum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið dugleg við að selja dýru verði undanfarin ár, hafa reynst þeim dýr.

Sveitarfélögin hafa þurft að greiða vel á annan tug milljarða vegna skila á lóðum og eiga raun enn í miklum deilum vegna þess að fleiri vilja skila.

Sjá ítarlega umfjöllun í Viðskiptablaðinu um fjármála sveitarfélaga.