Evrópski seðlabankinn hóf byggingu nýrra höfuðstöðva í Frankfurt í fyrra vor. Framkvæmdum á að ljúka 2013 en húsið verður komið í fulla notkun ári seinna.  Upphaflega átti að ljúka smiði byggingarinnar í ár en framkvæmdum var frestað vegna fjármálakreppunnar.

Kostnaðurinn við bygginguna var áætlaður 850 milljónir evra, 130 milljarðar króna, árið 2005.  Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri sagði þegar framkvæmdir hófust að allt kapp yrði lagt á að halda verkinu á áætlun.

Nýja byggingin verður verður 48 hæðir og 178.000 fermetrar að stærð.  Hún er byggð við eldri byggingu, Großmarkthalle, þar sem aðallega voru seldir ávextir og grænmeti.  Markaðnum var lokað árið 2004.

Seðlabankinn er nú til húsa í 40 hæða byggingu í viðskiptahverfinu í Frankfurt.  Húsið, sem er 78.000 fermetrar að stærð, heitir Evruturinn (e. Eurotower).  Áður var það í eigu Kommerzbank og nefndist þá í höfuðið á viðskiptabankanum.

Hægt er að fylgjast með byggingu nýju höfuðstöðvanna á heimasíðu bankans .