Iðnaðarráðherra mun í næstu viku halda fund þar sem sjónarmið varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga verða viðraðar og lögin í framhaldi skoðuð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Lög um kynjahlutföll tóku í gildi síðasta haust og voru margir sem lýstu skoðunum sínum á lögunum.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ, segir ekki tímabært að endurskoða lögin.