Jón Sigurðsson, nýr forstjóri FL Group [ FL ], er í stóru viðtali við Viðskiptablaðið á morgun, föstudag. Í viðtalinu er komið víða við, rætt um stjórnun Hannesar Smárasonar á félaginu og svo brotthvarf frá því, rætt um gengi hlutabréfa í FL Group í nýloknum viðskiptum, um stöðvun viðskipta með FL Group í heilan dag, um lánardrottna og fjármögnun FL Group, um skuldsetningu Landic Property, um afstöðu til helstu eigna og orkuútrásar svo nokkuð sé nefnt. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að nýr forstjóri hefur áhuga á að auka hlut óskráðra eigna í safni félagsins og segir að það muni örugglega hafa áhrif á hvernig menn verðmeti félagið.

Áskrifendur hafa þegar í kvöld aðgang að blaðinu á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa aðgangsorð geta sótt um það á [email protected] .