Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í ræðu á Evrópuþinginu að Evrópusambandið hefði ekki meira en tvo mánuði til að bregðast við flóttamannavandanum ellegar muni verabréfalausa Schengen samstarfið líða undir lok.

Aukin óánægja er meðal einstakra ríkja Schengen sem vilja taka upp virkt landamæraeftirlit á innri landamærum sambandsins, en landamæraeftirlit hefur m.a. verið tekið upp á Eyrasundsbrúnni við landamæri Svíþjóðar og Danmerkur.

Grikkland greindi frá því að 100.000 flóttamenn til viðbótar hefðu komið til landsins í desember. Ríki norðar í álfunni hafa einnig fundið fyrir gríðarlega auknum straum flóttamanna.