Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros og J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, hafa gert nýjan samning um framleiðslu kvikmyndar. Warner Bros mun framleiða mynd eftir handriti Rowling.

Nýja myndin mun byggja á bókinni Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem kemur fyrir í sögunum um Harry Potter. Rowling segir í yfirlýsingu að þetta verði aftur á móti hvorki forsaga né framhald af Harry Potter myndunum. Frekar er þetta hugsað sem svo að heimur galdramannsins verði útvíkkaður.

Þetta verður fyrsta handritið sem J. K. Rowling skrifar, segir á vef Los Angeles Times.