*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 29. mars 2020 16:34

Ólíkt krísunni 2008 í grundvallaratriðum

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við LSE, segir fátt benda til þess að fjármálakreppa sé í kortunum líkt og árið 2008.

Ingvar Haraldsson
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics og forstöðumaður rannsóknarseturs um kerfisáhættu í fjármálakerfinu.
Eva Björk Ægisdóttir

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics og forstöðumaður rannsóknarseturs um kerfisáhættu í fjármálakerfinu, segir fjármálakerfi Vesturlanda vera mun betur búin undir áföll en árið 2008.

„Bankarnir, mikilvægasti hluti fjármálakerfisins, eru í miklu betri stöðu í dag en þá. Þeir hafa miklu meira eigið fé og miklu betri lausafjárstöðu,“ segir Jón.

Sjá einnig: „Flugfélag er ekki banki“

Um leið ráði flest ríki á Vesturlöndunum vel við aukna skuldsetningu til að mæta yfirstandandi samdrætti, sér í lagi vegna þess hve vaxtastig heimsins sé lágt.

„Í mínum rannsóknum höfum við gert greinarmun á því sem við köllum „endogenous risk“ og „exogenous risk“ — áhættu sem búin er til af fjármálakerfinu og áhættu sem kemur utan frá. Krísan árið 2008 var búin til af fjármálakerfinu sjálfu. Þá magnaði samspil þátttakenda í fjármálakerfinu upp veikleika kerfisins sem leiddi til hins stóra hruns sem við sáum á Íslandi og um allan heim. Höggið núna kemur utan frá og lendir á fjármálakerfinu. Það er ekkert sem bendir til þess í dag að afleiðingin verði fjármálakrísa.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Jón Daníelsson