*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Fólk 19. júlí 2021 13:59

Högni ráðinn til Kaldalóns

Högni Hjálmtýr Kristjánsson er nýr forstöðumaður eignaumsýslu og fjármála hjá Kaldalóni.

Ritstjórn
Högni Hjálmtýr Kristjánsson
Aðsend mynd

Högni Hjálmtýr Kristjánsson hefur verið ráðinn til Kaldalóns hf. þar sem hann mun gegna starfi forstöðumanns eignaumsýslu og fjármála. Hann hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Högni hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjármálastjórn fasteignafélaga. Högni hefur undanfarin ár starfað hjá GAMMA, Heild fasteignafélagi og tengdum félögum. Högni hefur þar sinnt fjármálastjórn og séð um daglegan rekstur fasteignafélaga í stýringu hjá GAMMA. Högni er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.

„Högni er frábær viðbót á þessum tímapunkti fyrir félagið og mun reynast okkur vel í þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Reynsla hans úr fyrra starfi sýndi fram á mikla hæfni við krefjandi aðstæður. Það er ákaflega ánægjulegt að fá Högna í teymið með eiginleika sem styðja við framtíðaráform félagsins," segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í tilkynningunni.