*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 6. apríl 2019 17:02

Högnuðust um 198 milljónir króna

Hagnaðurinn dróst saman um tæpar fjórtán milljónir milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hagnaðist um 198 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um tæpar fjórtán milljónir milli ára. 

Tekjur frá rekstri drógust saman um tæplega 80 milljónir samanborið við 2017. Starfsmenn á liðnu ári voru að meðaltali 21 og voru þeim greiddar rúmar 288 milljónir í laun á árinu. 

Í nýliðnum mánuði var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi þar sem stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um kaupauka, var lækkuð úr 72 milljónum í 24 milljónir. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar og er áhrifa hans ekki getið í ársreikningi. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is