Félagsbústaðir hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar. Það rekur leiguíbúðir og þjónustuíbúðir fyrir aldraða auk nokkurra lítilla íbúða sem notuð eru sem sambýli. Samtals rekur félagið 2.362 íbúðir í Reykjavík.

Hagnaður félagsins nam 4 milljörðum króna á árinu sem leið en hann var 4,7 milljarðar árið áður. Það er lækkun um tæpar 700 milljónir milli ára.Rekstrartekjur félagsins voru 3,1 milljarður króna. Það er 2,7% aukning frá árinu á undan. Rekstrargjöld voru hins vegar 1,6 milljarður króna.

Heildareignir Félagsbústaða hf. í árslok 2015 námu 53,9 milljörðum kr. og jukust um 6,6 milljarða kr. á árinu, eða um 14%. Eigið fé félagsins nam 21,7 milljörðum.kr. í árslok 2015 og jókst um tæpa 4,3 milljarða kr. milli ára, eða um 24,5%. Eiginfjárhlutfall var 40,2% í árslok 2015 en var 36,8% árið á undan.