*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 7. nóvember 2011 11:55

Högum ber að birta innherjaupplýsingar innan EES

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á upplýsingagjöf Haga, þar sem félagið er hið fyrsta til að skrá sig á markað síðan 2008.

Ritstjórn

Högum ber að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu innherjaupplýsingar og upplýsingar um viðskipti tiltekinna innherja. Þetta skal félagið gera eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Fjármálaeftirlitið bendir á þetta í tilkynningu á heimasíðu sinni. 

Hagar óskaði eftir skráningu í Kauphöll þann 13. október sl. „Þar sem um er að ræða fyrstu skráningu félags á markað frá því árið 2008 vill Fjármálaeftirlitið vekja athygli aðila á framangreindu,“ segir FME.

Frétt FME.

Stikkorð: Hagar