JP Morgan, stærsti banki Bandaríkjanna, hefur greint frá því að tölvuþrjótar hökkuðu sig inn á 76 milljónir reikninga viðskiptavina bankans og söfnuðu upplýsingum um 7 milljónir viðskiptavina. BBC News greinir frá málinu.

Tölvuþrjótarnir náðu í nöfn og heimilisföng þeirra sem skráðir eru fyrir reikningunum, en þeir náðu þó engum mikilvægum upplýsingum eins og fjárhagsupplýsingum eða reikningsnúmerum. Bankinn segir engar óvenjulegar hreyfingar hafa komið frá reikningunum sem tengst geti atvikinu. Ítrekaði hann jafnframt að viðskiptavinir bankans yrðu ekki taldir ábyrgir fyrir ólögmætum færslum og ekki væri nauðsynlegt að breyta lykilorðum.