Horst Seissinger, yfirmaður Kapitalmarkt hjá þýska bankanum KfW, segir að viðræður standi nú yfir um nýja krónubréfaútgáfu á vegum bankans. Hann segir eftirspurn eftir íslenskum jöklabréfum, eða „þorskabréfum“ eins og þýskir bankamenn kalla þau, vera enn mikla og nokkrum meiri en gera hefði mátt ráð fyrir að óbreyttu í ljósi mikils óróleika á fjármálamörkuðum víða um heim.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Hægt er að nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sent tölvupóst á [email protected] og fengið aðgangsorð.