*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 15. júní 2015 15:55

Höldum Fókus í loftið í Noregi

Herferð Samgöngustofu og Símans, Höldum Fókus fór sem eldur um sinu á Íslandi sumarið 2013.

Eigendur Tjarnargötunnar. Frá vinstri (rauð skyrta) Arnar Helgi og til hægri (blár bolur) Einar Ben. Mynd: M. Flóvent.

Herferðin Höldum Fókus sem fyrirtækið Tjarnargatan vann með Símanum og Samgöngustofu hefur nú verið endurgert og uppfært frá grunni fyrir Noregs markað. Verkefnið fer með pompi og prakt í loftið klukkan 10:00 að íslenskum tíma á morgun, þriðjudaginn 16. júní með norska ríkinu, undir formerkjum Trygg Trafikk og tryggingarfélaginu Gjensidige.

Herferð Samgöngustofu og Símans, Höldum Fókus fór sem eldur um sinu á Íslandi sumarið 2013, þar sem herferðin þótti vægast sagt óhefðbundin og nýstárleg þar sem notendur voru beðnir um að auðkenna sig með Facebook og að gefa upp símanúmer sitt.  Með því móti varð til einstök upplifun sem ekki hafði áður sést hér á landi og sló vægast sagt í gegn hjá íslenskum netverjum.

Fram kemur í tilkynningu að inn á vefsvæðið sóttu yfir 140.000 notendur og var myndbandið spilað hartnær 250.000 sinnum. Nálægt 88.000 íslenskir farsímanotendur gáfu upp símanúmer sitt og upplifðu því frá fyrstu hendi gagnvirkni, sem þykir sérstök á heimsvísu.  Þar sem sögupersóna sendir áhorfanda SMS og hringir svo að lokum í hann.

Samkvæmt því sem best er vitað er þetta mesta „víral” dreifing á íslenskri auglýsingu sem vitað er til. Ástæða þess er að yfir 35.500 Íslendingar fundu sig knúna til að leggja þessu brýna málefni lið og deildu því áfram á facebook og fór því verkefnið ekki framhjá mörgum.

Herferðin Höldum Fókus vann til fjölda verðlauna á Íslandi og má þar helst nefna Íslensku auglýsingaverðlaunin, íslensku vefverðlaunin og Nexpo verðlaunin árið 2013.

Öðruvísi hugmynd í bland við mælanlegan árangur ástæða sölu

Ástæða fyrir útrás þessa íslenska hugverks er umfram „út fyrir boxið” hugmynd, þrjár tölulegar og mælanlegar staðreyndir.

1: Fyrst og fremst hafði herferðin mælanleg áhrif á hegðun ungra ökumanna samkvæmt Capacent (sjá nánar hér http://www.samgongustofa.is/um/frettir/umferdarfrettir/nr/183)

2:  Verkefnið hafði samkvæmt mælingum Capacent jákvæð áhrif á Ímyndarvísitölu kostanda verkefnisins

3:  Yfir 35.500 notendur deildu boðskapnum áfram á facebook vegg sínum

Tæknileg uppfærsla:

Sú breyting hefur verið gerð frá herferð hér heima, að upplifunin hefur verið kóðuð alveg frá grunni í HTML5 í stað flass.  Það gerir notendum í spjaldtölvum kleift að upplifa verkefnið af fullum þunga, án vandkvæða.