*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 14. nóvember 2019 18:21

„Höldum grunngildum á lofti“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stingur niður penna í tilefni umræðunnar um Ísland sem spillingarbæli.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Guðjónsson

„Það skiptir miklu, þegar einstök mál koma upp sem nauðsynlegt er að rannsaka opinberlega, að halda þeim grunngildum á lofti sem tryggt hafa góða stöðu okkar og framúrskarandi lífskjör,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í stuttum pistli á Facebook síðu sinni í dag.

Tilefni skrifanna umræðan sem upp er sprottin í kjölfar frétta um múturgreiðslur og peningaþvætti á grundvelli Samherja-skjalanna. „Við gerum skýra kröfu um að lög og reglur séu virt og þegar einhver brýtur gegn þessum grundvallargildum gerum við ráð fyrir að slíkt hafi afleiðinga,“ segir Bjarni að gefnu tilefni.  

„Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar einstaka stjórnmálamenn stíga nú fram og tala um Ísland sem megnasta spillingarbæli,“ skrifar Bjarni sem þvert á móti byrjar pistilinn á þessum orðum: 

„Við erum stolt af landinu okkar. Við viljum vera í fremstu röð. Við erum framsækin, metnaðarfull og bjartsýn þjóð. Við viljum, þrátt fyrir að vera smá í alþjóðlegu samhengi, skipa okkur á bekk með þeim sem standa fremst á alla mælikvarða mannlífsins og okkur hefur gengið vel samkvæmt öllum úttektum að gera einmitt það.“

Stikkorð: Bjarni Benediktsson