Kosið verður um vantrauststillögu á hendur Francois Hollande, forseta Frakklands, á fimmtudag. Hollande er afar óvinsæll heima fyrir en svo til enginn hagvöxtur er í Frakklandi og hátt atvinnuleysi undir stjórn hans. Hollande hefur rekið sósíalíska efnahagsstefnu sem hefur sett djúp spor á franskt efnahagslíf.

Kannanir í Frakklandi benda til þess að tveir þriðju Frakka vilji að Hollande víki úr embætti og boði til kosninga að nýju. Margir hafa þó áhyggjur af því að þjóðarflokkur Marine Le Pen myndi hljóta góða kosningu, en flokkurinn er með harða innflytjendastefnu.