Francois Hollande, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, munu ræðast þar við og meðal annars snæða saman kvöldverð í kvöld.

Hollande kom til Bandaríkjanna i gærkvöld. Hann og Obama flugu þá beint til Monticello í Virginíu, en þar var heimili Thomasar Jefferson sem var þriðji forseti Bandaríkjanna.

Hollande á í miklum vandræðum í heimalandi sínu þessa dagana. Hann mælist ekki vinsæll í könnunum og á í miklum vandræðum í einkalífinu. Frá öllum þeim vandræðum hefur verið greint í fjölmiðlum víða um heim.