Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur gert breytingar á áætlunum sínum um 75% hátekjuskatt á laun yfir einni milljón evra. Hollande tókst ekki að breyta skattalöggjöfinni og mætti mikilli mótspyrnu og stjórnlagadómstóll Frakkalands taldi lög Hollande ekki samrýmast stjórnarskránni.

Þess vegna hefur hann breytt um stefnu og er nú stefnt að því að skattleggja fyrirtækin með sama hætti, í stað launþega áður.

Há skattlagning á tekjur umfram eina milljón evra er eitt af kosningaloforðum Hollande frá síðasta ári.

Í umfjöllun Financial Times um málið segir að breyttar áætlanir forsetans muni mæta mikilli andstöðu fyrirtækja í landinu.