Ríkisstjórn Frakklands kynnti í dag nýtt frumvarp Francois Hollande sem miðar að því að bæta hag þeirra sem búa í fátækustu hverfum landsins. Fimm milljörðum evra verður varið úr ríkissjóði í verkefni sem miða að því að fjölga störfum og bæta húsakost.

Holland heimsótti hverfið Clichy-sous-Bois í París í vikunni, segir í frétt BBC . Hann viðurkenndi að margt mætti bæta í hverfinu en það tæki langan tíma. Árið 2005 urðu uppþot í Clichy sem dreifðust svo til annarra hverfa í Frakklandi.

Fjöldi fólks býr í fátækrahverfum í Frakklandi. Oft eru það íbúar frá nýlendum Frakklands í Norður-Afríku og afkomendur sem búa þar.

Fyrir tveimur vikum urðu uppþot í Trappes, í París, eftir a múslimi var handtekinn. Hann er sagður hafa reynt að kyrkja lögreglumann sem hafði afskipti af eiginkonu hans.