Fulltrúi Hollands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins neitaði að samþykkja fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og Íslands þegar stjórnin tók endurskoðunina fyrir á fundi sínum 3. júní síðastliðinn. Þetta staðfestir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins í málefnum er varða Icesave, í samtali við Viðskiptablaðið. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ástæðuna enda hafa Íslendingar og Hollendingar um nokkurt skeið deilt um Icesave og skemmst er að minnast þess að ríkisábyrgð á samningunum var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek, 24669
Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek, 24669
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins sat fulltrúi Bretlands í stjórn AGS hjá við atkvæðagreiðslu um fimmtu endurskoðun en Bretar hafa að sjálfsögðu einnig deilt við Íslendinga um Icesave. Ekki hefur fengist staðfesting á þessu úr breska fjármálaráðuneytinu og sendinefnd AGS á Íslandi og Seðlabankinn neita alfarið að tjá sig um málið enda hvílir jafnan mikil leynd yfir stjórnarfundum AGS. Þannig eru einstök atkvæði aldrei birt í kjölfar atkvæðagreiðslna í stjórninni. Atkvæðagreiðslan fór fram sl. föstudag.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið tölublað vikunnar undir Tölublöð.