*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Erlent 27. desember 2015 13:26

Hollendingar undirbúa borgaralaun

Borgarstjórn Utrecht, auk 19 annarra héraðsstjórna, áætla að koma á borgaralaunum fyrir íbúa sína.

Ritstjórn
Creative Commons (CC BY-SA 3.0)

Íbúar í Utrecht, einni af stærstu borgum Hollands, munu ef til vill fá borgaralaun innan skamms, ef áætlanir stjórnmálamanna þarlendis ganga eftir.

Hver og einn borgari Utrecht, auk þeirra sem búa í þeim 19 öðrum héröðum sem hafa samþykkt breytingarnar, mun fá heilar 660 evrur á hverjum mánuði frá bæjarfélagi sínu óháð atvinnu og aðstæðum.

Svo virðist sem vestræn ríki velti borgaralaununum æ meira fyrir sér. Finnland rannsakar nú, eins og Viðskiptablaðið sagði frá, að veita hverjum og einum ríkisþegn mánaðarleg borgaralaun. Auk þess hafa Píratar borið upp tillögu um borgaralaun á Alþingi, í annað sinnið þó.

Hugmyndin um borgaralaun er þó ekki ný af nálinni - en sá fyrsti til að útfæra hugmyndina var Abu Bakr, fyrsti múslimakalífinn. Þá fengu þegnar hans 20 dírhama árlega.

Stikkorð: Holland Finnland Píratar Borgaralaun Hagfræði