Hollensk stjórnvöld munu ekki eiga aðild að hugsanlegum málaferlum hollenskra innistæðueigenda á hendur íslenskum stjórnvöldum.

Þetta kemur fram í bréfi sem Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og birt er á vef fjármálaráðuneytisins í dag.

Í bréfinu kemur ennfremur fram að Ísland sé virtur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og sem lýðræðis- og réttarríki búi Ísland við sjálfstætt og óháð réttarkerfi. Á grundvelli þess telur fjármálaráðherra Hollands að hollenskir innistæðueigendur myndu fá réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum á Íslandi. Afskipti hollenskra yfirvalda af slíkum málum væru því óþörf.

Sjá nánar á vef fjármálaráðuneytisins .