*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 2. september 2016 10:53

Holyoake eykur hlut sinn í Iceland Seafood

Mark Holyoake keypti í dag hlutabréf í Iceland Seafood fyrir um 256 milljónir króna.

Ritstjórn

Mark Holyoake, aðaleigandi og stjórnarmaður Iceland Seafood jók í dag hlut sinn í fyrirtækinu.

Samkvæmt flöggunartilkynningu til kauphallarinnar keypti hann tæplega 50 milljón hluti á genginu 5,33 og nam kaupverðið því um 256,6 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Holyoake 829,6 milljónir hluta, eða um 63,8% hlutafjár í Iceland Seafood.