*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 21. september 2018 09:57

Holyoake selur meira í ISI

Mark Holyoake, stjórnarmaður í ISI, hefur selt hlutabréf í félaginu fyrir 380 milljónir króna, en hann seldi bréf í gær fyrir 420 milljónir.

Ritstjórn
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International.
Haraldur Guðjónsson

Mark Holyoake, sem situr í stjórn Iceland Seafood International og átti yfir helmingshlut í því þar til í mars, hefur selt hlutabréf í félaginu fyrir 380 milljónir króna, og á nú bréf fyrir rúma 3,6 milljarða á núverandi gangvirði þeirra.

Holyoake seldi 47,5 milljón hluti á genginu 8 krónur á hlut, og á eftir viðskiptin tæpar 451 milljónir hluta.

Holyoake seldi hluti fyrir 420 milljónir króna í gær, seldi í júní fyrir 350 milljónir, og í mars seldi hann fyrir tæplega 500 milljónir og fór eignarhlutur hans þá undir helmingshlut.

Holyoake keypti 73% hlut Kjalars ehf., félags Ólafs Ólafssonar, í ISI árið 2010, og tók sæti í stjórn félagsins árið 2011.