Japanski bílaframleiðandinn Honda hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni í Swindon í Bretlandi um tveggja mánaða skeið. Það er gert til vegna minnkandi eftirspurnar eftir nýjum bílum í heiminum.

Starfsmenn verksmiðjunnar eru 4.800 og munu þeir þannig verða atvinnulausir um í febrúar og mars. Áform Honda hafa vakið ugg meðal verkalýðsfélaga í Bretlandi.

Aðgerðir Honda eru í takt við aðgerðir bílaframleiðanda víðs vegar um heiminn en eftirspurn hefur dregist verulega saman. Í gær tilkynnti GM um svipaðar aðgerðir í Bandaríkjunum.