Japanski bílaframleiðandinn Honda hyggst fjárfesta fyrir 2,75 milljarða bandaríkjadala í Cruise, sem er vörulína af sjálfkeyrandi bílum frá General Motors. Þetta kemur fram í frétt frá Financial Times .

Fyrirtækið hefur nú þegar lagt undir 750 milljónir bandaríkjadala í verkefnið og mun koma til með að fjárfesta frekar í vörulínunni fyrir um 2 milljarða dollara á næstu 12 árum.

Aðeins eru um fjórir mánuðir síðan SoftBank Vision Fund fjárfesti fyrir um 2,25 milljarða bandaríkjadollara í Cruise.

„Þessi fjárfesting mun koma til með að styrkja sambandið milli General Motors og Honda, þar sem bæði fyrirtækin eru að vinna að framleiðslu rafmagnsbíla," sagði Mary Barra, stjórnarformaður og forstjóri General Motors.

Samstarf milli bílaframleiðandanna tveggja í sjálfvirknitækni rafbíla hefur það markmið að hafa þróað að fullu sjálfkeyrandi bíla fyrir árið 2021.