Bílaframleiðandinn Honda hefur samþykkt að greiða 24 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 3,2 milljarða króna, í miskabætur til að binda enda á málsóknir vegna mismununar.

Bandarískir eftirlitsaðilar komust að því að fyrirtækið rukkaði viðskiptavini úr minnihlutahópum um hærri vexti á bílalánum. Greiddu þeir um 250 dollarum meira að meðaltali heldur en hvítir viðskiptavini, óháð lánshæfi.

Honda sagðist í yfirlýsingu vera algerlega mótfallið kynþáttafordómum en dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Honda myndi breyta verðkerfi sínu til að draga úr fordómum.

Þrátt fyrir að Honda hafi samþykkt að greiða skaðabæturnar er fyrirtækið ósammála skilgreiningunni á mismunun. Þessar 24 milljónir dollara sem fyrirtækið greiðir munu fara í sjóð til að bæta lántakendum tjónið sem þeir urðu fyrir.