Hagnaður Honda Motor var andvirði 1,68 milljarða Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi, en það er 8,1% aukning frá 2. fjórðungi ársins 2007.

Honda hagnaðist mikið á styrkingu japanska jensins á fjórðungnum. Fyrirtækið heldur sig enn við spá sína um 18% minni hagnað á öllu árinu en árið 2007.

Eftirspurn eftir sparneytnum bílum frá Honda hefur aukist eftir því sem olíuverð hefur hækkað. Einnig hefur Honda hagnast á sveigjanleika verksmiðja sinna sem geta tiltölulega auðveldlega breytt starfsemi sinni úr því að framleiða stóra bíla yfir í að framleiða litla sparneytna bíla, borið saman við önnur bílafyrirtæki.